laugardagur, 12. apríl 2014

Hugmyndaflug..

Jáá hugmyndaflugið í kollinum mínum er alltaf á billjón alla daga og hef ekki undan við allar þær hugmyndir sem koma! því hef ég ákveðið að koma frá mér þessum hugmyndum, hvort sem ég framkvæmi þær eða bara til að deila með heiminum og vonandi geti þá einhverjir nýtt sér þær hugmyndir!

svona fyrir þá sem þekkja mig ekki, þá er ég alveg að verða tvítug kópavogsmær... eða reyndar uppalin þar en bý núna frá því 2009 í Bolungarvík á vestfjörðum! Hér bý ég með kærastanum mínum Þorsteini og einum yndislegum strák sem við eignuðumst 30.maí 13 sem fékk nafnið Jakob Helgi.
Ég er þekkt fyrir að vera með mjög mikla fullkomnunarárattu, dugleg, ákveðin og vandvirk. Ég elska að kaupa inní hús og herbergin og ef ég ætti endalaust á peningum þá væri þetta ekkert mál og myndi ég kaupa svo mikið af flottu! því miður bíður ísland ekki uppá það að það sé hægt í fullri vinnu, fullum skóla og fullri vinnu heima með barn svo ég læt það duga mér að finna einhvað gamalt, gott og notuð húsgögn sem ég geri stundum upp og leyfi þeim að njóta sín á nýju heimili... mínu heimili!

Er btw að vinna í svo miklum verkefnum núna að ég vil helst ekki fara að sofa á kvöldin ég er svo spennt að ég ljúki þeim!

Verkefnin:

Keypti þessa 6 ótrúlega flottu borðstofustóla í nytjamarkaði á ísafirði um daginn, dolféll fyrir þeim!


Áklæðið mjög illa farið....
         

 Keypti leður áklæði í klæða koti á ísafirði


Kemur ótrúlega vel út, á eftir að pússa stólinn hann er illa farinn sumstaðar og ákveða mig hvort ég tími að mála hann háglas hvítann, hvað segjið þið ?? 




Hérna er gamalt borð sem ég er búin að grunna tvær umferðir.. verður háglanshvítt!




Þetta er hægindastóll (vantar pulluna) þarna er ég líka bara búin að grunna stólinn en hann verður hvítur.

Set svo inn myndir og svona ítarlegt þegar ég er búin að klára þetta! vonandi hafið þið gaman af.

Ásta Mary

Engin ummæli:

Skrifa ummæli