laugardagur, 21. júní 2014

Rúmgafl - skref fyrir skref


Loksins náði ég að búa mér til Rúmgafl, lengi ætlað að gera það en þurfti fyrst að fjárfesta í rúm sem við jú gerðum um daginn! Nú þar sem rúmgafl kostar alltof mikið í dag, allanvega þeir sem ég var að skoða voru alveg frá 60 þúsund uppí 120 þúsund, hver á efni á því í þessu landi?! Þannig ég ákvað að gera tilraun og búa til drauma rúmgaflinn og langar að deila með ykkur skref fyrir skref svona ef einhverjir þarna úti langar að gera svona! Let's begin!

Það sem þú þarft í þetta er...

*Efni að eigin vali, ég valdi leðurlíki (keypt í Voge, ca.5000kr)
*Plötu, við vorum með mdf plötu 180*120 (Húsasmiðjan, ca.9000kr)
*Svamp, sama stærð og platan, ráðið þykktinni en minn var 2 cm (Keypt í Voge, ca.6000kr)
*Heftibyssu og hefti (átti til, en hægt að leigja t.d hjá byko)
*Lím til að líma svampinn á plötuna, og pensil eða rúllu (kontaktlím í húsasmiðjunni 800kr)
*Tölur, ég keypti 15 stk tilbúnar (Voge. 1 tala á 150 kr)
*Bor til að bora göt fyrir tölur 
*Blýant og málband til að mæla hvar tölurnar eiga að vera
*Nál og mjög sterkt band til að festa tölur (fékk í klæðakoti 1500kr, veit að Voge er með þetta)
*Skæri til að klippa efnið til
*aðstoðar manneskju! mjög mikilvægt að mínu mati :)




Þá er það að byrja! Við erum með rúm sem er 180 á breidd svo ég byrjaði á því að fara í húsasmiðjuna og pantaði MDF plötu sem var 3 cm þykk. Ég vildi hafa hana 120 á hæð, en það er auðvitað ykkar val hversu háan gafl þið viljið. Platan kostaði um 9000 kr. Og ég fékk meiri að segja lánaða kerru hjá húsasmiðjunni til að fara með plötuna heim þar sem hún komst ekki í skottið, sem var ábyggilega á við 30 kg! En það er auðvitað hægt að hafa þynnri plötu.




Því næst þurfti að ákveða hvernig tölurnar yrðu, sem tók alveg svakalegan langan tíma! en ég komst að niðurstöðu að hafa 10 tölur og 2 raðir. 
23 cm frá efstu brún og svo 23 cm á milli. á breiddina var 30 cm frá brún og svo 30 cm á milli allra talnanna.


 Skissaði þetta uppá blað til að hafa aðeins meira yfirlit yfir þetta.


Þegar ég var svo búin að merkja hvar götin ættu að vera fór elskulegi maðurinn minn í það að bora þau fyrir mig, alltaf svo hjálpsamur!


Því næst bárum við límið á plötuna og settum svampinn ofaná. ég leyfði þessu að þorna í klukkutíma en hefði e.t.v gott að láta þetta standa aðeins útá svölum (úti) þar sem lyktin var svakaleg af þessu lími eða bara velja annað lím! ég fékk kontaktlím í húsasmiðjunni sem kostaði um 800kr.


Þegar það var búið, var komið að því að klæða plötuna með efninu. Þetta krefst mikils vinnu við að reyna hafa efnið sem sléttast, flott og fínt. Muna bara að strekkja efnið vel svo efnið sé slétt að framan. Heftið svo hæfilega þétt saman og passa einnig að heftin fari vel ofaní plötuna!


Hornin eru svo alltaf spurningsmál.. ég ákvað að gera hornið svona og var nokkuð sátt með þetta. 


Búið að hefta allt efnið við plötuna!



Og rúmgaflinn tilbúinn! ... eða svona næstum, vantar bara tölurnar. Auðvitað er líka hægt að hafa gaflinn bara svona fyrir þá sem vilja en persónulegra finnst mér hitt koma betur út!


Hérna sést hornið betur.


fyrsta talan komin í og er verið að þræða öll böndin í gegn!


svona leit þetta út að aftan áður en tölurnar voru festar! Tölurnar út Voge eru s.s. þannig að maður þarf ekki að þræða böndin á heldur er hægt að vera með lykkju að framan eins og ég gerði og ýtt svo lykkjunni uppá gatið í tölunni, get ekki útskýrt alveg nógu vel en þið fattið það ef þið fáið ykkur tölur hjá þeim!


Tölurnar eru svo þrýstar inn í efnið og muna að halda tölunni inni meðan það er verið að hefta svo hún haldist sem lengst inni (gott að hafa aðstoðarmann í þessu allan tíman!) og svo er heft með heftibyssunni á spottana svo þau haldist! þetta var alveg 3 manna verk hjá okkur!


Og vola! Er svo hrifinn af honum... er alveg að missa mig!


Og hérna er hann kominn við rúmið! mér finnst hann gera alveg svakalega mikið fyrir herbergið! (sjá mynd fyrir neðan)



Fyrir rúmgaflinn




Við settum engar festingar til að festa hann við vegginn enda nær hann alveg niðrí gólf og helst alveg sjálfur enda svakalega þungur! Annars veit ég að það er ekkert mál að fara í húsasmiðjuna og kaupa veggfestingar, bara spurja starfsmenn og þeir leiðbeina þér hvað sé best fyrir svona!



Hérna sjást hvernig tölurnar eru.





Hvað segiði, hvernig finnst ykkur ? 

Endilega kommentið, deilið og like-ið! 

Ásta Mary





1 ummæli:

  1. Rúmgaflinn er virkilega flottur, takk fyrir góðar leiðbeiningar, máski maður skelli sér í verkið á haustdögum :)
    kv Sigga Rósa

    SvaraEyða