sunnudagur, 25. maí 2014

Breytingar á Barnaherberginu


Hæ elskurnar! Ætla að sýna ykkur breytingarnar á herberginu hjá Jakobi sem kostaði mig ekkert þar sem ég átti allt fyrir! stundum verður bara hugmyndaflugið að ráða og að færa húsgögn milli herberga getur gert gífurlegan mun ;) svo var einhvað sem ég átti inní skáp en fann ekki pláss fyrir :)

Ég semsagt byrjaði að færa þessa hillu úr skrifstofunni í herbergið. 

mér finnst hún koma miklu betur út þarna inni hjá Jakobi og aldeilis gott pláss fyrir dótið í þessari  hirslu!

Myndarammin var fyrir í herberginu, getið séð fyrri færsluna af barnaherberginu Hér

Þessa pompoms eins og þetta er kallað keypti ég í Ikea, festi upp með sterku lími þar sem er lím báðu megin, veit ekki hvað þetta kallast :)
þetta var allt fyrir og ákvað ekkert að breyta þessu!
fannst tilvalið að setja fæðingarspjaldið hans í myndaramma, voða sætt!

Þetta tré keypti ég í Ikea, voðalegt púsl að setja þetta saman en flott samt sem áður!

Þetta keypti ég í Þrist Ormson hérna á Ísafirði, kostaði um 1.000kr fannst þetta svo sætt!

Bangsalampinn sem pabbinn átti þegar hann var lítill, sómar sér svakalega vel þarna!

Hérna sjást pomponsarnir betur! vantar reyndar myrkvatjöldin en Jakob ákvað að toga það fast í þau að þau duttu niður og brotnuðu festingarnar! 

Algjört möst að hafa þæginlegan stól við hliðiná rúminu finnst mér, fann þennan á nytjamarkaði á ísafirði og málaði hann hvítan :)

Takk fyrir að kíkja á síðuna! alltaf gaman að sjá hvað margir kíkja hingað inn :)

Ásta Mary



Engin ummæli:

Skrifa ummæli