þriðjudagur, 29. apríl 2014

DIY


Elska DIY! það sem hægt er að gera fyrir lítinn pening samt svo fallegt! ætla að koma með nokkrar hugmyndir sem mér finnst æðislegar, auðvelt og einhvað sem allir geta gert!

þetta er í uppáhaldi hjá mér, einfaldlega bara matarkrukkur og búið að setja lím innaní og svo hellt glimmeri í og rúllað upp þangað til glimmerið festist, svo bara sprittkerti og vola! kemur svo vel út!

agalega sætt og ódýr lausn!

maður er alltaf í vandræðum með blessuðu burstana! 


ég er alveg lúmst hrifin af svona bretta borðum og sófum.. sérstaklega til að hafa útá palli sem garðhúsgögn! mun klárlega safna brettum þegar ég kaupi mér hús og búa til einhvað svona!

þreytt á glæra vasanum? breyttu honum, bara malling og tilbúið! 

Svo auðvelt að breyta til þegar maður er þreyttur á einhverju.. einfaldur borði og orðið allt annað kerti!

svona pomps er voðalega vinsælt núna! algjör snilld! svo er þetta hérna til hægri.. er akkúrat að búa til svona eða er í því að spreyja það svart, bíð bara eftir að komast suður svo ég geti keypt meiri spreymállingu til að klára þetta! þetta er semsagt bara klósettrúllur, klipptar í marga búta og límt eða heftað saman.. kemur svakalega töff út, finnst mér allanveg! sýni ykkur myndir þegar ég er búin með mitt! :) 

vá ? afhverju datt manni þetta ekki fyrr í hug! verkefni nr 1000! hehe


einfaldar flöskur skrifað einhvað töff með límbyssu og málað! vá!

Ásta Mary

sunnudagur, 27. apríl 2014

Korktöflur & Krítartöflur..


Alltaf er maður með svo mikið að blöðum allstaðar, týnir litlum miðum sem voru mikilvægir því það er enginn sérstakur staður sem maður setur þetta á! Korktöflur finnst mér algjör snilld hvað þetta varðar.. þú getur hengt upp allt mögulegt sem þú villt á korktöflurnar!... eina vandamálið að þær eru bara svo svakalega ljótar og passa stundum einfaldlega ekki inná heimilið, eða að mér finnst!
En ég fann lausn og um leið og ég kemst suður að versla mun ég klárlega gera þetta því þetta er alls ekki dýrt! 

Ætla að sýna  ykkur nokkrar útfærslur hvernig þig getið gert þetta!

uppáhalds hugmyndin mín er þessi, algjör snilld.. getur valið hvaða efni sem er og kemur líka bara töff út!  eina sem þú þarf er korkpottaleppi, efni, límbyssu og skæri! Hversu auðvelt ?? 


og samt er þetta fallegt á veggjunum!
Hérna er svo önnur hugmynd af þessu, reyndar lengi að safna i þetta en sniðugt ef einhverjum finnst þetta flott, allanvega myndi ég persónulega ekki gera þetta haha ... 

Þessi finnst mér alveg svakalega sæt! þetta er reyndar segultafla en varð bara að setja þetta með!


Svo eru það krítartöflurnar.. algjör snilld hvað maður getur gert í dag.. Mig langar ótrúlega að mála skápahurð hjá Jakobi í krítarmállingu og leyfa honum að hafa það space útaf fyrir sig, og teikna það sem honum langar! tekur nákvæmlega ekkert pláss en samt svo skemmtilegt fyrir hann að hafa einhvað svona! 

Mála bara innaní myndaramma, hvaða myndaramma sem er! oh svo sniðugt!
flott að hafa bara í forstofunni, eldhúsinu eða hvar sem er!
velur ramma sem þér þykir flottur og kaupir mállingu sem er alls ekki dýr, getur t.d keypt sprey calk mállingu í húsasmiðjunni á einhverjar 2000kr og dugar í margt! 
þetta er alveg ægilega sætt! veit reyndar ekki alveg hvað er undir mállingunni!


Endilega deilið og segjið hvað ykkur finnst! 
takk fyrir að lesa!

Ásta Mary

fimmtudagur, 17. apríl 2014

Svefnherbergið..


finnst mér mikilvægasta herbergið í húsinu, sérstaklega þegar það er kósý og mannig líður vel inní því! algjört bann er að hafa sjónvarp inní svefniherberginu mínu.. að mínu mati finnst mér það eyðinleggja alla stemmingu! en engir eru eins ;) ... ég vil hafa allt í dekkri kantinum og stílhreint eins og flest allt á heimilinu. langar auðvitað í rándýrt rúm uppá 400 þúsund! btw DÍSES hvað er dýrt að kaupa sér nýtt rúm í dag... maður fer á hausinn við það! allanvega svo bjó ég til um daginn svakalega töff ''fatahengistiga'' sem mér finnst algjör snilld og er mjög montin yfir!


Eftir að jakob fór út setti ég fatakómmóðuna hans inn til okkar þar sem það var svo lítið pláss inni hjá honum, líka svo þæginlegt að geta gengið frá þvottinum á kvöldin! ;)


seinna meir langar mér að hafa svart rúm með svörtum gafli.. dökkan vegg fyrir aftan rúmið með myndum, textum eða annað kósý... inspired by this:

Nema myndi hafa vegginn aðeins dekkri :) 


Hérna er svo frægi fatastiginn sem hefur breytt lífi mínu! svo þæginlegt að geta lagt frá sér fötin okkar þorsteins þarna eftir kvöldið.. sérstaklega þegar ég get ekki sofnað með föt á gólfinu.. veit smámunasemi en svona er ég! svo líka snilld að geyma rúmteppið þarna á.. allanvega algjör snilld!


hérna festi ég bara með skrúfu og ætlaði fyrst að hafa skífuna þarna hvíta, en það misheppnaðist! 
Ég semsagt keypti 1 spýtu í húsasmiðjunni sem var ca 4metrar og lét saga hana í tvennt.. þessar sem eru á milli eru 3 spýtur sem ég keypti og sagaði í 5 búta eftir því hversu stórar þær áttu að vera. 
minnir að efsta er í kringum 60cm á breidd og neðsta í kringum 95 cm og svo koma 5cm útfyrir!

pússaði og málaði einnig spegilinn þarna, sem var mjög gamall og illa farin!
sést einnig á þessari mynd þegar ég geymi rúmteppið á ''stiganum''
ég veit að það er hægt að kaupa þetta á netinu, ísl facebook síða sem heitir ''himnastiginn'' að mig minnir, en ég fátækur námsmaður sá að ég gat alveg gert svona sjálf og ákvað að láta vaða! sérstaklega þegar maður býr svona útá landi.

Hérna er svo linkur af pinterest síðunni minni þar sem ég setti inn inspired um svefnherbergið! 

Ásta Mary