sunnudagur, 27. apríl 2014

Korktöflur & Krítartöflur..


Alltaf er maður með svo mikið að blöðum allstaðar, týnir litlum miðum sem voru mikilvægir því það er enginn sérstakur staður sem maður setur þetta á! Korktöflur finnst mér algjör snilld hvað þetta varðar.. þú getur hengt upp allt mögulegt sem þú villt á korktöflurnar!... eina vandamálið að þær eru bara svo svakalega ljótar og passa stundum einfaldlega ekki inná heimilið, eða að mér finnst!
En ég fann lausn og um leið og ég kemst suður að versla mun ég klárlega gera þetta því þetta er alls ekki dýrt! 

Ætla að sýna  ykkur nokkrar útfærslur hvernig þig getið gert þetta!

uppáhalds hugmyndin mín er þessi, algjör snilld.. getur valið hvaða efni sem er og kemur líka bara töff út!  eina sem þú þarf er korkpottaleppi, efni, límbyssu og skæri! Hversu auðvelt ?? 


og samt er þetta fallegt á veggjunum!
Hérna er svo önnur hugmynd af þessu, reyndar lengi að safna i þetta en sniðugt ef einhverjum finnst þetta flott, allanvega myndi ég persónulega ekki gera þetta haha ... 

Þessi finnst mér alveg svakalega sæt! þetta er reyndar segultafla en varð bara að setja þetta með!


Svo eru það krítartöflurnar.. algjör snilld hvað maður getur gert í dag.. Mig langar ótrúlega að mála skápahurð hjá Jakobi í krítarmállingu og leyfa honum að hafa það space útaf fyrir sig, og teikna það sem honum langar! tekur nákvæmlega ekkert pláss en samt svo skemmtilegt fyrir hann að hafa einhvað svona! 

Mála bara innaní myndaramma, hvaða myndaramma sem er! oh svo sniðugt!
flott að hafa bara í forstofunni, eldhúsinu eða hvar sem er!
velur ramma sem þér þykir flottur og kaupir mállingu sem er alls ekki dýr, getur t.d keypt sprey calk mállingu í húsasmiðjunni á einhverjar 2000kr og dugar í margt! 
þetta er alveg ægilega sætt! veit reyndar ekki alveg hvað er undir mállingunni!


Endilega deilið og segjið hvað ykkur finnst! 
takk fyrir að lesa!

Ásta Mary

Engin ummæli:

Skrifa ummæli