miðvikudagur, 16. apríl 2014

Barnaherbergið..

Herbergið hans Jakob Helga var tekið í gegn áður en hann var fluttur yfir í sitt sér herbergi í febrúar. við meigum ekki mála í íbúðinni, en ef það væri hægt hefði ég gert þetta svo allt öðruvísi en læt þetta duga núna, mun svo ábyggilega breyta þessu oft! Núna er hann búinn að sofa í sínu herbergi síðan í febrúar og gegnur ótrúlega vel enda sofum við bæði miklu betur! 

Hérna er herbergið fyrir breytingar.. 
fyrir


fyrir

vísu er kollurinn farinn og stólinn hér að neðan kominn inn.
er ekki alveg nógu sátt með þennan vegg, á eftir að útfæra hann betur!
Þessar hillur gerðum við steini saman, lýsingar að neðan!
sést líka í bansímon ruggu ''hestinn''
Kom bara mjög vel út!

uglusnagi fyrir aftan hurðina!

Svona var hann, spreyjaði hann bara með svartri mállingu úr bauhous, brúsinn á einhvern 1500kr og ég notaði hann endalaust! 
ánægð að hafa ekki hent honum en það var planið.. fengum hann gefins úr kolaportinu! það sem ég elska það! 
texti fyrir ofan rúmið hjá jakobi en ég pantaði þetta frá www.artogtext.is hröð og góð þjónusta!

Þessa hugmynd fékk ég af Skreytumhús.is | Heimilisblogg ætlaði upprunalega að setja mismunandi skrappapappir í en fann það ekki hérna á ísó svo þetta verður að vera svona í bili þangað til ég kemst til rvk aftur! 

ákvað að búa til svona bekk inní herbergi hjá honum, þæginlegt að klæða hann þarna. þetta er semsagt expedit hilla úr ikea, því miður hætt að selja þær og komin ný tegund. keypti svo gamla svampdýnu í ''góðahirðinum'' á ísafirði og skar hana út og bólstraði! kom vel út og gæti þessvegna notað hana í forstofunni seinna meir í stóru húsi! alltaf hægt að skipta um kassana.


Hérna er svo stóllinn sem ég gerði upp tilbúinn og kominn inní herbergið hjá Jakobi.
Svona gerðum við skýjabókahilluna. þarna var þorsteinn búin að saga út og pússa skýið en við notuðum  4mm krossvið í þetta. svo er ég að fara gesta ikea myndahilluna á og svo bara mála! ótrúlega auðvelt og allir geta gert!

En svo er auðvitað svo margt sem ég á eftir að gera! ætla tildæmis að útbúa J og K í krossvið og henga upp í herbergið. langar svo þegar hann er eldri að búa til svona kósý indjánatjald, kemur seinna!

getið líka kíkt á mig á Pinterest, ótrúlegar hugmyndir þar og ég er orðin mjög dugleg að renna þar í gegn og ''pinna'' myndum :) Hérna getið þið farið beint inná síðuna!



Ásta Mary



Engin ummæli:

Skrifa ummæli