miðvikudagur, 16. apríl 2014

Skinkuhornin..

Jáá í gær var sko bakað skínkuhorn.. eitt af mínum uppáhalds ''nammi'' ég var beðin um uppskriftina svo ég ætla að skella henni hérna inn! í einfaldri uppskrift áttu að geta fengið u.þ.b 40 skinkuhorn en ég skellti í tvöfalda og fékk um 80 stk og ekkert mál að skella þessu í frysti og eiga þegar gestir koma, bara hita þá upp og þeir eru jafngóðir!
Einföld uppskrift.

100g Smjör
900g Hveiti
60g Sykur
1/2 tsk Salt
1/2 lítri Mjólk
1 pakki Þurrger

Fylling: 2 pakkar skinkumyrja, 2 pakkar skínka og 1 pakki rifinn ostur. egg til þess að pensla yfir í lokinn ef fólk vill. einnig er hægt að setja nokkur fræ ofaná.

Þurrefnunum blandað saman. mjólk og þurrger í sér skál og láta standa í svona 10mín. blandið svo öllu saman og hrærið. hnoðið svo deigið í höndunum og látið degið lyfta sér í um klukkutíma. (það er ekkert of nauðsynlegt en ef ég hef nóg tíma þá reyni ég að gera það alltaf!) gott er að leyfa skínkuhornunum að lyfta sér líka smá á bökunarplötunum! deiginu skipti ég alltaf í 5 hluta. fletjið deigið út í hring og skiptið í 8 hluta. setjið svo smyrjuna á fyrst, svo skínkuna og síðast ostinn. Ráðið algjörlega hversu mikið og megið líka breyta til eða sleppa einhverju.

Bakað við 175° þangað til þau eru gullinbrún, hef aldrei náð einhverjum sérstökum tíma á þeim tek þau alltaf bara út þegar þau eru orðin gullinbrún, svo fylgjast vel með! 

degið að hefast

ég sker skínkuna í 4 hluta, auðveldast að raða henni þannig á degið!

hérna er þetta tilbúið til þess að rúlla þeim upp! 

Og svo áður en farið er inní ofn penslaði ég með eggi ofaná

Gjörð svo vel og verði ykkur að góðu!


Ásta Mary

Engin ummæli:

Skrifa ummæli