fimmtudagur, 17. apríl 2014

Svefnherbergið..


finnst mér mikilvægasta herbergið í húsinu, sérstaklega þegar það er kósý og mannig líður vel inní því! algjört bann er að hafa sjónvarp inní svefniherberginu mínu.. að mínu mati finnst mér það eyðinleggja alla stemmingu! en engir eru eins ;) ... ég vil hafa allt í dekkri kantinum og stílhreint eins og flest allt á heimilinu. langar auðvitað í rándýrt rúm uppá 400 þúsund! btw DÍSES hvað er dýrt að kaupa sér nýtt rúm í dag... maður fer á hausinn við það! allanvega svo bjó ég til um daginn svakalega töff ''fatahengistiga'' sem mér finnst algjör snilld og er mjög montin yfir!


Eftir að jakob fór út setti ég fatakómmóðuna hans inn til okkar þar sem það var svo lítið pláss inni hjá honum, líka svo þæginlegt að geta gengið frá þvottinum á kvöldin! ;)


seinna meir langar mér að hafa svart rúm með svörtum gafli.. dökkan vegg fyrir aftan rúmið með myndum, textum eða annað kósý... inspired by this:

Nema myndi hafa vegginn aðeins dekkri :) 


Hérna er svo frægi fatastiginn sem hefur breytt lífi mínu! svo þæginlegt að geta lagt frá sér fötin okkar þorsteins þarna eftir kvöldið.. sérstaklega þegar ég get ekki sofnað með föt á gólfinu.. veit smámunasemi en svona er ég! svo líka snilld að geyma rúmteppið þarna á.. allanvega algjör snilld!


hérna festi ég bara með skrúfu og ætlaði fyrst að hafa skífuna þarna hvíta, en það misheppnaðist! 
Ég semsagt keypti 1 spýtu í húsasmiðjunni sem var ca 4metrar og lét saga hana í tvennt.. þessar sem eru á milli eru 3 spýtur sem ég keypti og sagaði í 5 búta eftir því hversu stórar þær áttu að vera. 
minnir að efsta er í kringum 60cm á breidd og neðsta í kringum 95 cm og svo koma 5cm útfyrir!

pússaði og málaði einnig spegilinn þarna, sem var mjög gamall og illa farin!
sést einnig á þessari mynd þegar ég geymi rúmteppið á ''stiganum''
ég veit að það er hægt að kaupa þetta á netinu, ísl facebook síða sem heitir ''himnastiginn'' að mig minnir, en ég fátækur námsmaður sá að ég gat alveg gert svona sjálf og ákvað að láta vaða! sérstaklega þegar maður býr svona útá landi.

Hérna er svo linkur af pinterest síðunni minni þar sem ég setti inn inspired um svefnherbergið! 

Ásta Mary


Engin ummæli:

Skrifa ummæli