sunnudagur, 25. maí 2014

Breytingar á Barnaherberginu


Hæ elskurnar! Ætla að sýna ykkur breytingarnar á herberginu hjá Jakobi sem kostaði mig ekkert þar sem ég átti allt fyrir! stundum verður bara hugmyndaflugið að ráða og að færa húsgögn milli herberga getur gert gífurlegan mun ;) svo var einhvað sem ég átti inní skáp en fann ekki pláss fyrir :)

Ég semsagt byrjaði að færa þessa hillu úr skrifstofunni í herbergið. 

mér finnst hún koma miklu betur út þarna inni hjá Jakobi og aldeilis gott pláss fyrir dótið í þessari  hirslu!

Myndarammin var fyrir í herberginu, getið séð fyrri færsluna af barnaherberginu Hér

Þessa pompoms eins og þetta er kallað keypti ég í Ikea, festi upp með sterku lími þar sem er lím báðu megin, veit ekki hvað þetta kallast :)
þetta var allt fyrir og ákvað ekkert að breyta þessu!
fannst tilvalið að setja fæðingarspjaldið hans í myndaramma, voða sætt!

Þetta tré keypti ég í Ikea, voðalegt púsl að setja þetta saman en flott samt sem áður!

Þetta keypti ég í Þrist Ormson hérna á Ísafirði, kostaði um 1.000kr fannst þetta svo sætt!

Bangsalampinn sem pabbinn átti þegar hann var lítill, sómar sér svakalega vel þarna!

Hérna sjást pomponsarnir betur! vantar reyndar myrkvatjöldin en Jakob ákvað að toga það fast í þau að þau duttu niður og brotnuðu festingarnar! 

Algjört möst að hafa þæginlegan stól við hliðiná rúminu finnst mér, fann þennan á nytjamarkaði á ísafirði og málaði hann hvítan :)

Takk fyrir að kíkja á síðuna! alltaf gaman að sjá hvað margir kíkja hingað inn :)

Ásta Mary



fimmtudagur, 22. maí 2014

Skrifstofan.. Fyrir&Eftir


Hæ! alltof mikið búið að vera gera hjá mér, var loksins að fá útúr öllum áföngunum mínum sem ég tók í fjarnámi og náði öllu! ótrúlegt hvað maður verður glaður eftir alla erfiðu vinnuna við að vera í fullum skóla, fullri vinnu og hugsa um heimilið og barn! En núna hef ég viku áður en ég byrja í sumarskólanum svo ætla að skella inn einu bloggi!
Tók semsagt herbergið hjá Jakobi og skrifstofuna í gegn, var einhvernveginn ekkert sátt með þau herbergi og lokaði bara hurðunum svo ég þurfti ekki að sjá inní herbergin! en ég ákvað að breyta, kostaði mig ekki neitt því allt var til og ég færði nokkur húsgögn á milli herbergja!

Svona var herbergið fyrir, alltof lítið plass.. of stór svefnsófi inní herberginu og engan veginn flott!

Skrifborðið, einnig var lítið skrifborð þarna í horninu með stóru tölvunni okkar sem var aldrei notuð, sést svo smá í sófann en átti því miður ekki mynd af herberginu í heild sinni! 
Þessi hilla geymdi allt dótið, snilldar expedit hillurnar úr ikea sem því miður er hætt að selja og komin einhver svipaðar hillur með mjórri kanti utanum hillum! þessa hillu færði ég inní herbergið hjá Jakobi, kemur annað blogg um það!


Já og hérna kemur herbergið eins og það er núna, miklu meira pláss! Einstaklega þægilegt að öll fjölskyldan getur verið þarna inni saman í kósý lærdómi, bókalestri eða bara spjalla!


Bekkurinn sem var inni hjá Jakobi, á eftir að skipta út bláa kassanum fyrir svörtum en þá þarf maður að gera sér ferð í Ikea! afhverju er Ikea ekki á vestfjörðum ?? Vandamál dagsins ;)
Skrifborðið nýtur sín miklu betur þarna, gott borðpláss fyrir okkur þegar við byrjum í skólanum bæði tvö í haust! :)
Þetta finnst mér snilld! ég prenta allar námsáætlanirnar mínar í áföngunum og hengi þarna upp þannig það er sýnilegt fyrir mig og ég missi aldrei af neina. með þessu auðveldar það mér þar sem ég er í fjarnámi að hafa sýn yfir það sem er verið að gera í áfanganum og eins og oft vill gerast þegar maður er mikið upptekinn að gleyma námsefninu! 
Elskulegi Afi minn handsmíðaði þess klukku og gaf okkur. alveg dásamleg og fallegt handverk! 
Hérna sést helmingurinn af tungusófanum okkar! við fengum okkur nýjan sófa og ég týmdi ekki að selja þennan alveg strax og var hann því bara tekinn í sundur og settur úta svalirnar (yfirbyggðar) Einn daginn nefnir Þorsteinn svo við mig að það væri alveg hægt að nota tunguna þá fannst mér algjör snilld að setja svona ,,legubekk'' inná skrifstofu til þess að lesa bækur í og hafa kósý! kemur ekkert smá vel út að mínu mati!

Þetta er einnig expedit Ikea hilla! skar svo út svampdýnu og klæddi og vola! snilld að sitja á þessu og ótrúlega góð geymslu/drasl skúffur þarna!
Og Vola! lítið herbergi en miklu stærra við breytningarnar og nú get ég loksins haft opnar hurðir og sýnt skrifstofuna!

Endilega like-ið, deilið og segið hvað ykkur finnst um nýju skrifstofuna!

Ásta Mary