laugardagur, 21. júní 2014

Rúmgafl - skref fyrir skref


Loksins náði ég að búa mér til Rúmgafl, lengi ætlað að gera það en þurfti fyrst að fjárfesta í rúm sem við jú gerðum um daginn! Nú þar sem rúmgafl kostar alltof mikið í dag, allanvega þeir sem ég var að skoða voru alveg frá 60 þúsund uppí 120 þúsund, hver á efni á því í þessu landi?! Þannig ég ákvað að gera tilraun og búa til drauma rúmgaflinn og langar að deila með ykkur skref fyrir skref svona ef einhverjir þarna úti langar að gera svona! Let's begin!

Það sem þú þarft í þetta er...

*Efni að eigin vali, ég valdi leðurlíki (keypt í Voge, ca.5000kr)
*Plötu, við vorum með mdf plötu 180*120 (Húsasmiðjan, ca.9000kr)
*Svamp, sama stærð og platan, ráðið þykktinni en minn var 2 cm (Keypt í Voge, ca.6000kr)
*Heftibyssu og hefti (átti til, en hægt að leigja t.d hjá byko)
*Lím til að líma svampinn á plötuna, og pensil eða rúllu (kontaktlím í húsasmiðjunni 800kr)
*Tölur, ég keypti 15 stk tilbúnar (Voge. 1 tala á 150 kr)
*Bor til að bora göt fyrir tölur 
*Blýant og málband til að mæla hvar tölurnar eiga að vera
*Nál og mjög sterkt band til að festa tölur (fékk í klæðakoti 1500kr, veit að Voge er með þetta)
*Skæri til að klippa efnið til
*aðstoðar manneskju! mjög mikilvægt að mínu mati :)




Þá er það að byrja! Við erum með rúm sem er 180 á breidd svo ég byrjaði á því að fara í húsasmiðjuna og pantaði MDF plötu sem var 3 cm þykk. Ég vildi hafa hana 120 á hæð, en það er auðvitað ykkar val hversu háan gafl þið viljið. Platan kostaði um 9000 kr. Og ég fékk meiri að segja lánaða kerru hjá húsasmiðjunni til að fara með plötuna heim þar sem hún komst ekki í skottið, sem var ábyggilega á við 30 kg! En það er auðvitað hægt að hafa þynnri plötu.




Því næst þurfti að ákveða hvernig tölurnar yrðu, sem tók alveg svakalegan langan tíma! en ég komst að niðurstöðu að hafa 10 tölur og 2 raðir. 
23 cm frá efstu brún og svo 23 cm á milli. á breiddina var 30 cm frá brún og svo 30 cm á milli allra talnanna.


 Skissaði þetta uppá blað til að hafa aðeins meira yfirlit yfir þetta.


Þegar ég var svo búin að merkja hvar götin ættu að vera fór elskulegi maðurinn minn í það að bora þau fyrir mig, alltaf svo hjálpsamur!


Því næst bárum við límið á plötuna og settum svampinn ofaná. ég leyfði þessu að þorna í klukkutíma en hefði e.t.v gott að láta þetta standa aðeins útá svölum (úti) þar sem lyktin var svakaleg af þessu lími eða bara velja annað lím! ég fékk kontaktlím í húsasmiðjunni sem kostaði um 800kr.


Þegar það var búið, var komið að því að klæða plötuna með efninu. Þetta krefst mikils vinnu við að reyna hafa efnið sem sléttast, flott og fínt. Muna bara að strekkja efnið vel svo efnið sé slétt að framan. Heftið svo hæfilega þétt saman og passa einnig að heftin fari vel ofaní plötuna!


Hornin eru svo alltaf spurningsmál.. ég ákvað að gera hornið svona og var nokkuð sátt með þetta. 


Búið að hefta allt efnið við plötuna!



Og rúmgaflinn tilbúinn! ... eða svona næstum, vantar bara tölurnar. Auðvitað er líka hægt að hafa gaflinn bara svona fyrir þá sem vilja en persónulegra finnst mér hitt koma betur út!


Hérna sést hornið betur.


fyrsta talan komin í og er verið að þræða öll böndin í gegn!


svona leit þetta út að aftan áður en tölurnar voru festar! Tölurnar út Voge eru s.s. þannig að maður þarf ekki að þræða böndin á heldur er hægt að vera með lykkju að framan eins og ég gerði og ýtt svo lykkjunni uppá gatið í tölunni, get ekki útskýrt alveg nógu vel en þið fattið það ef þið fáið ykkur tölur hjá þeim!


Tölurnar eru svo þrýstar inn í efnið og muna að halda tölunni inni meðan það er verið að hefta svo hún haldist sem lengst inni (gott að hafa aðstoðarmann í þessu allan tíman!) og svo er heft með heftibyssunni á spottana svo þau haldist! þetta var alveg 3 manna verk hjá okkur!


Og vola! Er svo hrifinn af honum... er alveg að missa mig!


Og hérna er hann kominn við rúmið! mér finnst hann gera alveg svakalega mikið fyrir herbergið! (sjá mynd fyrir neðan)



Fyrir rúmgaflinn




Við settum engar festingar til að festa hann við vegginn enda nær hann alveg niðrí gólf og helst alveg sjálfur enda svakalega þungur! Annars veit ég að það er ekkert mál að fara í húsasmiðjuna og kaupa veggfestingar, bara spurja starfsmenn og þeir leiðbeina þér hvað sé best fyrir svona!



Hérna sjást hvernig tölurnar eru.





Hvað segiði, hvernig finnst ykkur ? 

Endilega kommentið, deilið og like-ið! 

Ásta Mary





sunnudagur, 25. maí 2014

Breytingar á Barnaherberginu


Hæ elskurnar! Ætla að sýna ykkur breytingarnar á herberginu hjá Jakobi sem kostaði mig ekkert þar sem ég átti allt fyrir! stundum verður bara hugmyndaflugið að ráða og að færa húsgögn milli herberga getur gert gífurlegan mun ;) svo var einhvað sem ég átti inní skáp en fann ekki pláss fyrir :)

Ég semsagt byrjaði að færa þessa hillu úr skrifstofunni í herbergið. 

mér finnst hún koma miklu betur út þarna inni hjá Jakobi og aldeilis gott pláss fyrir dótið í þessari  hirslu!

Myndarammin var fyrir í herberginu, getið séð fyrri færsluna af barnaherberginu Hér

Þessa pompoms eins og þetta er kallað keypti ég í Ikea, festi upp með sterku lími þar sem er lím báðu megin, veit ekki hvað þetta kallast :)
þetta var allt fyrir og ákvað ekkert að breyta þessu!
fannst tilvalið að setja fæðingarspjaldið hans í myndaramma, voða sætt!

Þetta tré keypti ég í Ikea, voðalegt púsl að setja þetta saman en flott samt sem áður!

Þetta keypti ég í Þrist Ormson hérna á Ísafirði, kostaði um 1.000kr fannst þetta svo sætt!

Bangsalampinn sem pabbinn átti þegar hann var lítill, sómar sér svakalega vel þarna!

Hérna sjást pomponsarnir betur! vantar reyndar myrkvatjöldin en Jakob ákvað að toga það fast í þau að þau duttu niður og brotnuðu festingarnar! 

Algjört möst að hafa þæginlegan stól við hliðiná rúminu finnst mér, fann þennan á nytjamarkaði á ísafirði og málaði hann hvítan :)

Takk fyrir að kíkja á síðuna! alltaf gaman að sjá hvað margir kíkja hingað inn :)

Ásta Mary



fimmtudagur, 22. maí 2014

Skrifstofan.. Fyrir&Eftir


Hæ! alltof mikið búið að vera gera hjá mér, var loksins að fá útúr öllum áföngunum mínum sem ég tók í fjarnámi og náði öllu! ótrúlegt hvað maður verður glaður eftir alla erfiðu vinnuna við að vera í fullum skóla, fullri vinnu og hugsa um heimilið og barn! En núna hef ég viku áður en ég byrja í sumarskólanum svo ætla að skella inn einu bloggi!
Tók semsagt herbergið hjá Jakobi og skrifstofuna í gegn, var einhvernveginn ekkert sátt með þau herbergi og lokaði bara hurðunum svo ég þurfti ekki að sjá inní herbergin! en ég ákvað að breyta, kostaði mig ekki neitt því allt var til og ég færði nokkur húsgögn á milli herbergja!

Svona var herbergið fyrir, alltof lítið plass.. of stór svefnsófi inní herberginu og engan veginn flott!

Skrifborðið, einnig var lítið skrifborð þarna í horninu með stóru tölvunni okkar sem var aldrei notuð, sést svo smá í sófann en átti því miður ekki mynd af herberginu í heild sinni! 
Þessi hilla geymdi allt dótið, snilldar expedit hillurnar úr ikea sem því miður er hætt að selja og komin einhver svipaðar hillur með mjórri kanti utanum hillum! þessa hillu færði ég inní herbergið hjá Jakobi, kemur annað blogg um það!


Já og hérna kemur herbergið eins og það er núna, miklu meira pláss! Einstaklega þægilegt að öll fjölskyldan getur verið þarna inni saman í kósý lærdómi, bókalestri eða bara spjalla!


Bekkurinn sem var inni hjá Jakobi, á eftir að skipta út bláa kassanum fyrir svörtum en þá þarf maður að gera sér ferð í Ikea! afhverju er Ikea ekki á vestfjörðum ?? Vandamál dagsins ;)
Skrifborðið nýtur sín miklu betur þarna, gott borðpláss fyrir okkur þegar við byrjum í skólanum bæði tvö í haust! :)
Þetta finnst mér snilld! ég prenta allar námsáætlanirnar mínar í áföngunum og hengi þarna upp þannig það er sýnilegt fyrir mig og ég missi aldrei af neina. með þessu auðveldar það mér þar sem ég er í fjarnámi að hafa sýn yfir það sem er verið að gera í áfanganum og eins og oft vill gerast þegar maður er mikið upptekinn að gleyma námsefninu! 
Elskulegi Afi minn handsmíðaði þess klukku og gaf okkur. alveg dásamleg og fallegt handverk! 
Hérna sést helmingurinn af tungusófanum okkar! við fengum okkur nýjan sófa og ég týmdi ekki að selja þennan alveg strax og var hann því bara tekinn í sundur og settur úta svalirnar (yfirbyggðar) Einn daginn nefnir Þorsteinn svo við mig að það væri alveg hægt að nota tunguna þá fannst mér algjör snilld að setja svona ,,legubekk'' inná skrifstofu til þess að lesa bækur í og hafa kósý! kemur ekkert smá vel út að mínu mati!

Þetta er einnig expedit Ikea hilla! skar svo út svampdýnu og klæddi og vola! snilld að sitja á þessu og ótrúlega góð geymslu/drasl skúffur þarna!
Og Vola! lítið herbergi en miklu stærra við breytningarnar og nú get ég loksins haft opnar hurðir og sýnt skrifstofuna!

Endilega like-ið, deilið og segið hvað ykkur finnst um nýju skrifstofuna!

Ásta Mary


þriðjudagur, 29. apríl 2014

DIY


Elska DIY! það sem hægt er að gera fyrir lítinn pening samt svo fallegt! ætla að koma með nokkrar hugmyndir sem mér finnst æðislegar, auðvelt og einhvað sem allir geta gert!

þetta er í uppáhaldi hjá mér, einfaldlega bara matarkrukkur og búið að setja lím innaní og svo hellt glimmeri í og rúllað upp þangað til glimmerið festist, svo bara sprittkerti og vola! kemur svo vel út!

agalega sætt og ódýr lausn!

maður er alltaf í vandræðum með blessuðu burstana! 


ég er alveg lúmst hrifin af svona bretta borðum og sófum.. sérstaklega til að hafa útá palli sem garðhúsgögn! mun klárlega safna brettum þegar ég kaupi mér hús og búa til einhvað svona!

þreytt á glæra vasanum? breyttu honum, bara malling og tilbúið! 

Svo auðvelt að breyta til þegar maður er þreyttur á einhverju.. einfaldur borði og orðið allt annað kerti!

svona pomps er voðalega vinsælt núna! algjör snilld! svo er þetta hérna til hægri.. er akkúrat að búa til svona eða er í því að spreyja það svart, bíð bara eftir að komast suður svo ég geti keypt meiri spreymállingu til að klára þetta! þetta er semsagt bara klósettrúllur, klipptar í marga búta og límt eða heftað saman.. kemur svakalega töff út, finnst mér allanveg! sýni ykkur myndir þegar ég er búin með mitt! :) 

vá ? afhverju datt manni þetta ekki fyrr í hug! verkefni nr 1000! hehe


einfaldar flöskur skrifað einhvað töff með límbyssu og málað! vá!

Ásta Mary